Erlent

Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus

Anton Egilsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 40 eru látnir og 120 særðir eftir að sprengjuárás var gerð í Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 

Samkvæmt heimildum Reuters áttu tvær sprengjuárásir sér stað, með tíu mínútna millibili, á rútustöð þar sem pílagrímarnir voru staddir. Voru þeir á leið sinni að heimsækja Bab al-Saghir kirkjugarðinn, sem staðsettur er í elsta hluta Damaskus borgar, en þar hugðust þeir votta hinum látnu virðingu sína.

Enn sem komið er hefur engin lýst yfir ábyrgð á árásunum en sjónvarpsstöðin Manar greinir frá því að árásin hafi verið framkvæmd af hendi tveggja sjálfsvígsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×