Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið 11. mars 2017 10:30 Valdimar Ármann, nýr forstjóri Gamma á Íslandi. Vísir/Stefán Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira