Lífið

Foreldrar lesa skilaboð barna sinna á Tinder

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega skemmtilegt.
Virkilega skemmtilegt.
Fjölmargir hafa prófað stefnumótaappið Tinder hér á landi og þekkja margir forritið.

Tinder hefur slegið í gegn hjá einhleypum Íslendingum í leit að ástinni. Tinder gengur út á að notendur flakka á milli prófílmynda af því kyni sem þeir kjósa að kynnast nánar.

Þar geta einhleypir spjallað saman ef þeim líkar við hvorn annan og hver veit nema ástin kvikni í kjölfarið.

Sumum finnst eflaust vandræðalegt að fara í gegnum skilaboð sína í forritinu og myndi líklega ekki neinum detta til hugar að lesa þau upp fyrir foreldar sína. Á YouTube síðu Buzzfeed má sjá myndband þar sem foreldrar lesa upp Tinder-skilaboð barnanna sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×