Innlent

Bein útsending: Hátíðarfyrirlestur forseta Íslands á Hugvísindaþingi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings í dag.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings í dag. Vísir/Anton Brink
Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 21 árs árið 2017.

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í dag kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Í framhaldinu heldur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hátíðarfyrirlestur undir yfirskriftinni: Þjóðin og fræðin. Nokkur orð um tilvistarvanda sagnfræðings sem varð forseti.

Vísir sýnir beint frá setningu Hugvísindaþings og má sjá útsendinguna hér að neðan. Einnig er hægt að nálgast útsendinguna á vef Háskóla Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Hugvísindaþings en því líkur á morgun.

.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×