Enski boltinn

Hertar aðgerðir gegn ólöglegum straumum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmenn Liverpool fagna marki í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty
Breskir dómstólar hafa samþykkt kröfu ensku úrvalsdeildrinnar og gert internetfyrirtækjum í Bretlandi að skrúfa fyrir ólögleg streymi frá leikjum deildarinnar. Frá þessu er greint í enskum miðlum, til dæmis á vef Sky Sports.

Algengt er að hægt að nálgast ólögleg streymi frá íþróttaviðburðum víða um heim í gegnum svokölluð Kodi-tengibox en nú hefur enska úrvalsdeildin fengið heimild til að berjast slíkri starfssemi.

Fyrri í þessari viku fékk maður í Bretlandi tíu mánaða skilorðinsbundiunn fangelsisdóm og 32 milljóna króna sekt fyrir að selja veitingastöðum og krám víða um Bretland slík tengibox.

Talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar fagnaði þessum tíðindum og sagði að deidin myndi vinna áfram með síma- og internetfyrirtækjum sem og breskum yfirvöldum til að stemma stigu við ólöglegri starfssemi eins og þessari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×