Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að feta í fótspor Enrique

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger segist hafa næga starfsorku og hefur engan áhuga á að fara á eftirlaun.
Wenger segist hafa næga starfsorku og hefur engan áhuga á að fara á eftirlaun. vísir/getty
Það er engan bilbug að finna á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. Hann segist vera í góðum anda og til í meiri átök með félaginu.

Það er hávær krafa hjá stuðningsmönnum Arsenal að losa sig við Wenger eftir að liðið var niðurlægt samtals 10-2 í tveimur leikjum gegn Bayern í Meistaradeildinni.

Það er ekkert grín að vera þjálfari stórliðs og Luis Enrique, þjálfari Barcelona, ætlar að hætta í sumar. Hann segist þurfa að fá hvíld og er þó talsvert yngri en Wenger.

„Mér líður vel. Ég er sterkur, vel peppaður og til í að halda áfram að gera mitt besta fyrir félagið,“ sagði Wenger sem var spurður út í Enrique og hvort hann ætlaði að gera slíkt hið sama.

„Fyrir tveim vikum síðan þá va Enrique hálfviti sem allir sögðu að ætti að fara. Í dag er hann hetja. Það segir allt sem segja þarf um þetta starf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×