Enski boltinn

Pep var ekki að reyna að eyðileggja líf mitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart hefur staðið sig vel í markinu hjá Torino.
Hart hefur staðið sig vel í markinu hjá Torino. vísir/getty
Markvörðurinn Joe Hart býst ekki við því að spila aftur fyrir Man. City.

Stjóri liðsins, Pep Guardiola, lánaði hann til Torino og keypti í hans stað Claudio Bravo frá Barcelona.

„Ef maður getur ekki unnið slag þá er engin ástæða til þess að slást. Sérstaklega ekki við einhvern sem hefur eins mikil völd og Pep,“ segir Hart en hann tók því ekki persónulega er Guardiola sendi hann frá liðinu. Hann virðir ákvörðun stjórans.

„Hann var ekki að reyna að eyðileggja líf mitt. Hann tók þessa ákvörðun því hann taldi hana gefa sínu liði meiri möguleika á að vinna.“

Bravo hefur verið mikið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu í vetur og Willy Caballero staðið sig betur að margra mati er hann hefur fengið að spila.

Guardiola segist ætla að taka ákvörðun um framtíð Hart í sumar en enginn býst við því að hann ætli að fá Hart aftur í markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×