Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Smári Jökull Jónsson skrifar 29. mars 2017 21:50 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik á móti Keflavík fyrr í vetur. Vísir/Andri Marinó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00