Áhersla lögð á leynd yfir baksamningum Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2017 19:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, afhendir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, skýrsluna í dag. Ólafi Ólafssyni, sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma, tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum. Sett var á svið flókin flétta til að blekkja bæði íslensk stjórnvöld og almenning og jafnvel aðila sem voru innan S-hópsins, samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarnefnd skilaði af sér vegna málsins í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir þessari skýrslu í júní í fyrra og hafði nefndin umboð til áramóta. Fresturinn var hins vegar framlengdur meðal annars vegna þess að aðilar í málinu neituðu að koma til skýrslutöku. Þannig þurfti úrskurð Hæstaréttar til að Ólafur Ólafsson mætti á fund rannsóknarnefndarinnar. Nefndin samanstóð af Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara og Finni Þór Vilhjálmssyni saksóknara hjá Héraðssaksóknara sem var honum til aðstoðar. Þeir afhentu Unni Brá Konráðsdóttur forseta Alþingis skýrsluna í morgun, sem síðan afhenti hana formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Er mikilvægt í þínum huga að Alþingi geti látið svona rannsóknir fara fram? „Já það er auðvitað mikilvægt að Alþingi geti gert það. Fengið upplýsingar og dregið fram það rétta í málum sem Alþingi telur brýnt að fara betur ofan í saumana á. Það þarf auðvitað að beita þessu úrræði varlega og gera það af yfirvegun, þegar sérstök ástæða er til og á þarf að halda,“ segir Unnur Brá. Rannsóknarnefndin undir forystu Kjartans Bjarna Björgvinssonar boðaði síðan til blaðamannafundar í Iðnó og fór yfir þessa ýtarlegu skýrslu um kaupin á Búnaðarbankanum. Þar kemur fram að Ólafur Ólafsson var í raun og veru primus motor á bakvið alla blekinguna. „Það er skýr niðurstaða nefndarinnar sem byggir á ítarlegum gögnum að stjórnvöld, fjölmiðlar og raunar almenningur allur hafi verið blekkt um hvað raunverulega átti sér stað í tengslum við þátttöku þýska bankans Hauck & Anhauser í einkavæðingu Búnaðarbankans, segir Kjartan Bjarni. Rannsóknarnefndin viðaði að sér miklu magni upplýsinga og komst yfir drög að baksamningum og lokasamningi milli aflandsfélags Ólafs Ólafssonar og Kaupþings annars vegar og Hauck & Aufhauser hins vegar en einnig koma starfsmenn fransks banka að málinu sem sérstakir trúnaðarmenn Ólafs. Opinberlega var verið að selja S-hópnum svo kallaða og þýska bankanum Búnaðarbankann. En með flóknum baksamningum voru aflandsfélög í eigu Ólafs Ólafssonar og að öllum líkindum Kaupþings í raun og veru á bakvið kaupin. „Kaupþing leggur út fyrir kaupunum að ákveðnu leyti. Kaupþing tekur á sig alla fjárhagslega áhættu. Það er stofnað aflandsfélag skráð á Tortola sem fer með raunverulegt eignarhald af hlutum í Eglu sem átti síðan í Búnaðarbankanum. Þeir sem njóta síðan ávinningsins í rauninni af eignarhaldinu að lokum, eru aflandsfélag stofnað af panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca, skráð á Tortola sem var í raunverulegri eigu Ólafs Ólafssonar; Marine Choice Limited, og svo annað aflandsfélag skráð á Tortotla, Dekhill Advisors Limited sem hefur ekki tekist að upplýsa um endanlega eigendur að eða hverjir nutu hagsbóta af ávinningi þess,“ segir Kjartan Bjarni. Nefndin telur þó líklegt að það hafi verið Kaupþing enda hafði félagið tekið þátt í fléttunni allri á bakvið tjöldin oft undir dulnefninu Puffinn eða Lundinn. Ólafur Ólafsson fékk að lokum 57,5 milljónir dollara greidda í gegnum aflandsfélagið Marine Choice og hið dularfulla aflandsfélag sem líkur eru á að tengist Kaupþingi fékk 46,5 milljarða í sinn hlut þegar síðar var verslað með hlutabréfin. Sem að nafninu til áttu að vera í eigu Hauck & Aufhauser bankans, sem fékk eina milljón dollara í þóknun og greiðslu fyrir ýmsan kostnað. „Þannig að hann bar aldrei neina áhættu og fyrir tilstilli baksamnnganna sem gerðir voru af þröngum hópi manna, var honum líka tryggt algert skaðleysi,“ segir formaður rannsóknarnefndarinnar. Engin gögn sýni að stjórnvöld og einkavæðinganefnd hafi á sínum tíma séð í gegnum blekkingaleikinn. „Nei, gögnin eru ansi ítarleg. Þetta eru tölvupóst samskipti manna á milli. Þetta er þröngur hópur manna. Þetta eru Ólafur Ólafsson, ákveðnir fulltrúar hans, starfsmenn Kaupþings og Kaupþings Bank Luxemburg og síðan starfsmenn Hauck & Aufhauser og það er lögð rík áhersla á það í þessum samskiptum meðal annars að sem fæstum sé kunnugt um þetta. Í öllum þessum gögnum sem nefndin hefur aflað, sem eru þúsundir blaðsíðna, er ekkert sem bendir til að fleiri hafi vitað af þessu,“ segir Kjartan Bjarni. Finnur Þór Vilhjálmsson starfsmaður rannsóknarnefndarinnar segir að þannig hafi stjórnvöld og almenningur verið blekkt varðandi aðkomu Hauck & Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankárið 2002. „Og þessar niðurstöður varpa einnig skýru og ótvíræðu ljósi á það hverjir stóðu að þeirri blekkingu, högnuðust á henni og héldu henni svo við æ síðan. Annað hvort með því að leyna vitneskju sinni um raunverulega aðkomu hauck & Aufhauser að þessum viðskiptum eða beinlínis með því að halda öðru fram gegn betri vitund,“ segir Finnur Þór. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ólafi Ólafssyni, sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma, tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum. Sett var á svið flókin flétta til að blekkja bæði íslensk stjórnvöld og almenning og jafnvel aðila sem voru innan S-hópsins, samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarnefnd skilaði af sér vegna málsins í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir þessari skýrslu í júní í fyrra og hafði nefndin umboð til áramóta. Fresturinn var hins vegar framlengdur meðal annars vegna þess að aðilar í málinu neituðu að koma til skýrslutöku. Þannig þurfti úrskurð Hæstaréttar til að Ólafur Ólafsson mætti á fund rannsóknarnefndarinnar. Nefndin samanstóð af Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara og Finni Þór Vilhjálmssyni saksóknara hjá Héraðssaksóknara sem var honum til aðstoðar. Þeir afhentu Unni Brá Konráðsdóttur forseta Alþingis skýrsluna í morgun, sem síðan afhenti hana formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Er mikilvægt í þínum huga að Alþingi geti látið svona rannsóknir fara fram? „Já það er auðvitað mikilvægt að Alþingi geti gert það. Fengið upplýsingar og dregið fram það rétta í málum sem Alþingi telur brýnt að fara betur ofan í saumana á. Það þarf auðvitað að beita þessu úrræði varlega og gera það af yfirvegun, þegar sérstök ástæða er til og á þarf að halda,“ segir Unnur Brá. Rannsóknarnefndin undir forystu Kjartans Bjarna Björgvinssonar boðaði síðan til blaðamannafundar í Iðnó og fór yfir þessa ýtarlegu skýrslu um kaupin á Búnaðarbankanum. Þar kemur fram að Ólafur Ólafsson var í raun og veru primus motor á bakvið alla blekinguna. „Það er skýr niðurstaða nefndarinnar sem byggir á ítarlegum gögnum að stjórnvöld, fjölmiðlar og raunar almenningur allur hafi verið blekkt um hvað raunverulega átti sér stað í tengslum við þátttöku þýska bankans Hauck & Anhauser í einkavæðingu Búnaðarbankans, segir Kjartan Bjarni. Rannsóknarnefndin viðaði að sér miklu magni upplýsinga og komst yfir drög að baksamningum og lokasamningi milli aflandsfélags Ólafs Ólafssonar og Kaupþings annars vegar og Hauck & Aufhauser hins vegar en einnig koma starfsmenn fransks banka að málinu sem sérstakir trúnaðarmenn Ólafs. Opinberlega var verið að selja S-hópnum svo kallaða og þýska bankanum Búnaðarbankann. En með flóknum baksamningum voru aflandsfélög í eigu Ólafs Ólafssonar og að öllum líkindum Kaupþings í raun og veru á bakvið kaupin. „Kaupþing leggur út fyrir kaupunum að ákveðnu leyti. Kaupþing tekur á sig alla fjárhagslega áhættu. Það er stofnað aflandsfélag skráð á Tortola sem fer með raunverulegt eignarhald af hlutum í Eglu sem átti síðan í Búnaðarbankanum. Þeir sem njóta síðan ávinningsins í rauninni af eignarhaldinu að lokum, eru aflandsfélag stofnað af panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca, skráð á Tortola sem var í raunverulegri eigu Ólafs Ólafssonar; Marine Choice Limited, og svo annað aflandsfélag skráð á Tortotla, Dekhill Advisors Limited sem hefur ekki tekist að upplýsa um endanlega eigendur að eða hverjir nutu hagsbóta af ávinningi þess,“ segir Kjartan Bjarni. Nefndin telur þó líklegt að það hafi verið Kaupþing enda hafði félagið tekið þátt í fléttunni allri á bakvið tjöldin oft undir dulnefninu Puffinn eða Lundinn. Ólafur Ólafsson fékk að lokum 57,5 milljónir dollara greidda í gegnum aflandsfélagið Marine Choice og hið dularfulla aflandsfélag sem líkur eru á að tengist Kaupþingi fékk 46,5 milljarða í sinn hlut þegar síðar var verslað með hlutabréfin. Sem að nafninu til áttu að vera í eigu Hauck & Aufhauser bankans, sem fékk eina milljón dollara í þóknun og greiðslu fyrir ýmsan kostnað. „Þannig að hann bar aldrei neina áhættu og fyrir tilstilli baksamnnganna sem gerðir voru af þröngum hópi manna, var honum líka tryggt algert skaðleysi,“ segir formaður rannsóknarnefndarinnar. Engin gögn sýni að stjórnvöld og einkavæðinganefnd hafi á sínum tíma séð í gegnum blekkingaleikinn. „Nei, gögnin eru ansi ítarleg. Þetta eru tölvupóst samskipti manna á milli. Þetta er þröngur hópur manna. Þetta eru Ólafur Ólafsson, ákveðnir fulltrúar hans, starfsmenn Kaupþings og Kaupþings Bank Luxemburg og síðan starfsmenn Hauck & Aufhauser og það er lögð rík áhersla á það í þessum samskiptum meðal annars að sem fæstum sé kunnugt um þetta. Í öllum þessum gögnum sem nefndin hefur aflað, sem eru þúsundir blaðsíðna, er ekkert sem bendir til að fleiri hafi vitað af þessu,“ segir Kjartan Bjarni. Finnur Þór Vilhjálmsson starfsmaður rannsóknarnefndarinnar segir að þannig hafi stjórnvöld og almenningur verið blekkt varðandi aðkomu Hauck & Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankárið 2002. „Og þessar niðurstöður varpa einnig skýru og ótvíræðu ljósi á það hverjir stóðu að þeirri blekkingu, högnuðust á henni og héldu henni svo við æ síðan. Annað hvort með því að leyna vitneskju sinni um raunverulega aðkomu hauck & Aufhauser að þessum viðskiptum eða beinlínis með því að halda öðru fram gegn betri vitund,“ segir Finnur Þór.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. 29. mars 2017 17:22
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56