Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:48 Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað. Mynd/Pjetur Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar. Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Sjá meira
Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar.
Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Sjá meira
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52