Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur 29. mars 2017 16:27 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir „Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“ Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57