Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Hörður Ægisson skrifar 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn seldi í nóvember í fyrra um 6% hlut sinn í Kaupþingi fyrir um 19 milljarða. Bréf Kaupþings hækkuðu í verði um liðlega 30 prósent tveimur mánuðum síðar. vísir/anton brink Rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða í nóvember 2016 fyrir samtals um 19 milljarða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Eftir að Seðlabankinn hafði gengið frá sölu á öllum hlut sínum í Kaupþingi var tilkynnt í lok janúar um samkomulag í stóru ágreiningsmáli við Deutsche Bank þar sem þýski bankinn féllst að mestu á kröfur Kaupþings og greiddi yfir 400 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, í reiðufé til félagsins. Gengi krafna á hendur Kaupþingi rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent á eftirmarkaði og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði skömmu áður selt frá sér hækkaði því um leið í virði um milljarða króna enda ljóst að endurheimtur hluthafa yrðu umtalsvert meiri en áður var áætlað. Seðlabankinn segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að bankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem hann átti í félaginu.Stærstu hluthafar keyptu Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru, eins og lesa má út úr hlutahafaskrám Kaupþings frá því í nóvember sem Markaðurinn hefur undir höndum, að langstærstum hluta vogunarsjóðirnir Taconic Capital og Attestor Capital. Sjóðirnir eru í hópi stærstu hluthafa Kaupþings – Taconic Capital er þar umsvifamestur með liðlega 40 prósent – og stóðu sem kunnugt er jafnframt að kaupum á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, ásamt Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, af Kaupþingi fyrir skemmstu. Fyrir söluna á hlut sínum í Kaupþingi, sem bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley var fenginn til að hafa umsjón með, var Seðlabankinn fjórði stærsti hluthafi félagsins. Ekki fást upplýsingar hjá Kaupþingi um hvenær viðræður hófust við fulltrúa Deutsche Bank um að ljúka ágreiningsmálinu, sem snerist um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008, með samkomulagi í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum en Kaupþing stefndi þýska bankanum fyrir íslenskum og breskum dómstólum 2012. Í svari við fyrirspurn Markaðarins segist Kaupþing „ekki geta tjáð sig um ferlið né niðurstöðu samkomulagsins, vegna trúnaðarákvæða í samningum, en miðað við viðbrögðin virðist tímasetning og fjárhæð samkomulagsins hafa komið hluthöfum á óvart“. Þá bendir Kaupþing jafnframt á að rétt sé „að hafa í huga að mikil velta hefur verið á viðskiptum með skuldabréf og hlutabréf Kaupþings síðastliðið ár og talsverðar breytingar orðið á hópi stærstu hluthafa frá því að slitameðferð lauk“.Samkomulag í höfn í október? Spurt hvort einhverjir hluthafa félagsins hafi verið upplýstir um að slíkt samkomulag við Deutsche Bank væri í burðarliðnum áður en það var tilkynnt hluthöfum í lok janúar svarar Kaupþing því til að frá ráðningu Pauls Copley í starf forstjóra í byrjun apríl 2016 hafi verið leitast við að ná samkomulagi í stærri ágreiningsmálum. Sú stefna hafi verið mörkuð til að auka vissu um endurheimtur, spara tíma og kostnað. „Hluthafar voru meðal annars upplýstir um stefnu félagsins í þessum efnum í kynningu sem fór fram í lok júní 2016 og er stefna Kaupþings hvað varðar stærri ágreiningsmál óbreytt,“ segir í svari Kaupþings. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar síðastliðinn, að samkomulag vegna ágreiningsmálsins við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Í svari til Markaðarins segist Kaupþing samt ekki geta staðfest þá tímasetningu „í ljósi ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank. Hins vegar er það hluti af stefnu félagsins að tilkynna hluthöfum, eftir því sem kostur er, um öll meiriháttar viðskipti eins fljótt og mögulegt er eftir að þau eru kláruð.“ Ef marka má það sem kemur fram í fjárfestakynningu þýska bankans var því í reynd búið að ganga frá samkomulagi um að Deutsche Bank myndi fallast á að greiða jafnvirði um 50 milljarða til Kaupþings þegar félag Seðlabankans seldi sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi. Sú eingreiðsla í peningum, sem fór til Kaupþings og tveggja félaga sem Kaupþing átti kröfur á, var hins vegar ekki innt af hendi fyrr en í byrjun þessa árs. Ljóst er að Seðlabankinn hefði fengið umtalsvert meira fyrir hlut sinn í Kaupþingi, gróflega áætlað á bilinu 4 til 5 milljarða króna, ef bankinn hefði haft upplýsingar um væntanlega niðurstöðu í ágreiningsmálinu við Deutsche Bank.Ætlaði alltaf að selja Seðlabankinn hafði um nokkurt skeið verið með það í undirbúningi að selja hlutinn í Kaupþingi, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar, auk þess sem ljóst var frá upphafi að bankinn ætlaði sér ekki að halda á bréfunum út líftíma félagsins. Þannig hafði vogunarsjóðurinn Taconic Capital reglulega komið á framfæri áhuga sínum, með óformlegum hætti, á að kaupa hlut Seðlabankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þegar nauðasamningar Kaupþings voru kláraðir í árslok 2015 nam kröfufjárhæð Seðlabankans ríflega 158 milljörðum. Samkvæmt greinargerð sem Seðlabankinn birti í október sama ár vegna uppgjörs föllnu bankanna þá gerði bankinn ráð fyrir að endurheimtur vegna krafna á hendur Kaupþingi myndu nema jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Strax í kjölfar nauðasamnings Kaupþings, þar sem gefið var út skuldabréf í erlendri mynt og samningskröfuhafar á borð við Seðlabankann fengu afhenta nýja hluti í félaginu í hlutfalli við fjárhæð krafna þeirra, fékk Seðlabankinn vel á annan tug milljarða í sinn hlut samtímis því að Kaupþing greiddi út reiðufé til hluthafa. Frekari fjármunir féllu í skaut Seðlabankans á árinu 2016, samhliða því að stjórn Kaupþings var að umbreyta eignum í laust fé og greiða út til hluthafa, áður en bankinn ákvað að selja bréf sín í nóvember fyrir ríflega 19 milljarða á þáverandi gengi. Hluturinn var upphaflega í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) en í svari Seðlabankans til Markaðarins kemur fram að á árinu 2016 hafi ESÍ afhent Seðlabankanum bréfin í Kaupþingi í tengslum við skuldauppgjör við bankann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða í nóvember 2016 fyrir samtals um 19 milljarða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Eftir að Seðlabankinn hafði gengið frá sölu á öllum hlut sínum í Kaupþingi var tilkynnt í lok janúar um samkomulag í stóru ágreiningsmáli við Deutsche Bank þar sem þýski bankinn féllst að mestu á kröfur Kaupþings og greiddi yfir 400 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, í reiðufé til félagsins. Gengi krafna á hendur Kaupþingi rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent á eftirmarkaði og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði skömmu áður selt frá sér hækkaði því um leið í virði um milljarða króna enda ljóst að endurheimtur hluthafa yrðu umtalsvert meiri en áður var áætlað. Seðlabankinn segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að bankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem hann átti í félaginu.Stærstu hluthafar keyptu Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru, eins og lesa má út úr hlutahafaskrám Kaupþings frá því í nóvember sem Markaðurinn hefur undir höndum, að langstærstum hluta vogunarsjóðirnir Taconic Capital og Attestor Capital. Sjóðirnir eru í hópi stærstu hluthafa Kaupþings – Taconic Capital er þar umsvifamestur með liðlega 40 prósent – og stóðu sem kunnugt er jafnframt að kaupum á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, ásamt Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, af Kaupþingi fyrir skemmstu. Fyrir söluna á hlut sínum í Kaupþingi, sem bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley var fenginn til að hafa umsjón með, var Seðlabankinn fjórði stærsti hluthafi félagsins. Ekki fást upplýsingar hjá Kaupþingi um hvenær viðræður hófust við fulltrúa Deutsche Bank um að ljúka ágreiningsmálinu, sem snerist um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008, með samkomulagi í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum en Kaupþing stefndi þýska bankanum fyrir íslenskum og breskum dómstólum 2012. Í svari við fyrirspurn Markaðarins segist Kaupþing „ekki geta tjáð sig um ferlið né niðurstöðu samkomulagsins, vegna trúnaðarákvæða í samningum, en miðað við viðbrögðin virðist tímasetning og fjárhæð samkomulagsins hafa komið hluthöfum á óvart“. Þá bendir Kaupþing jafnframt á að rétt sé „að hafa í huga að mikil velta hefur verið á viðskiptum með skuldabréf og hlutabréf Kaupþings síðastliðið ár og talsverðar breytingar orðið á hópi stærstu hluthafa frá því að slitameðferð lauk“.Samkomulag í höfn í október? Spurt hvort einhverjir hluthafa félagsins hafi verið upplýstir um að slíkt samkomulag við Deutsche Bank væri í burðarliðnum áður en það var tilkynnt hluthöfum í lok janúar svarar Kaupþing því til að frá ráðningu Pauls Copley í starf forstjóra í byrjun apríl 2016 hafi verið leitast við að ná samkomulagi í stærri ágreiningsmálum. Sú stefna hafi verið mörkuð til að auka vissu um endurheimtur, spara tíma og kostnað. „Hluthafar voru meðal annars upplýstir um stefnu félagsins í þessum efnum í kynningu sem fór fram í lok júní 2016 og er stefna Kaupþings hvað varðar stærri ágreiningsmál óbreytt,“ segir í svari Kaupþings. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar síðastliðinn, að samkomulag vegna ágreiningsmálsins við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Í svari til Markaðarins segist Kaupþing samt ekki geta staðfest þá tímasetningu „í ljósi ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank. Hins vegar er það hluti af stefnu félagsins að tilkynna hluthöfum, eftir því sem kostur er, um öll meiriháttar viðskipti eins fljótt og mögulegt er eftir að þau eru kláruð.“ Ef marka má það sem kemur fram í fjárfestakynningu þýska bankans var því í reynd búið að ganga frá samkomulagi um að Deutsche Bank myndi fallast á að greiða jafnvirði um 50 milljarða til Kaupþings þegar félag Seðlabankans seldi sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi. Sú eingreiðsla í peningum, sem fór til Kaupþings og tveggja félaga sem Kaupþing átti kröfur á, var hins vegar ekki innt af hendi fyrr en í byrjun þessa árs. Ljóst er að Seðlabankinn hefði fengið umtalsvert meira fyrir hlut sinn í Kaupþingi, gróflega áætlað á bilinu 4 til 5 milljarða króna, ef bankinn hefði haft upplýsingar um væntanlega niðurstöðu í ágreiningsmálinu við Deutsche Bank.Ætlaði alltaf að selja Seðlabankinn hafði um nokkurt skeið verið með það í undirbúningi að selja hlutinn í Kaupþingi, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar, auk þess sem ljóst var frá upphafi að bankinn ætlaði sér ekki að halda á bréfunum út líftíma félagsins. Þannig hafði vogunarsjóðurinn Taconic Capital reglulega komið á framfæri áhuga sínum, með óformlegum hætti, á að kaupa hlut Seðlabankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þegar nauðasamningar Kaupþings voru kláraðir í árslok 2015 nam kröfufjárhæð Seðlabankans ríflega 158 milljörðum. Samkvæmt greinargerð sem Seðlabankinn birti í október sama ár vegna uppgjörs föllnu bankanna þá gerði bankinn ráð fyrir að endurheimtur vegna krafna á hendur Kaupþingi myndu nema jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Strax í kjölfar nauðasamnings Kaupþings, þar sem gefið var út skuldabréf í erlendri mynt og samningskröfuhafar á borð við Seðlabankann fengu afhenta nýja hluti í félaginu í hlutfalli við fjárhæð krafna þeirra, fékk Seðlabankinn vel á annan tug milljarða í sinn hlut samtímis því að Kaupþing greiddi út reiðufé til hluthafa. Frekari fjármunir féllu í skaut Seðlabankans á árinu 2016, samhliða því að stjórn Kaupþings var að umbreyta eignum í laust fé og greiða út til hluthafa, áður en bankinn ákvað að selja bréf sín í nóvember fyrir ríflega 19 milljarða á þáverandi gengi. Hluturinn var upphaflega í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) en í svari Seðlabankans til Markaðarins kemur fram að á árinu 2016 hafi ESÍ afhent Seðlabankanum bréfin í Kaupþingi í tengslum við skuldauppgjör við bankann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira