Útspil HB Granda heppnaðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á Skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00