Innlent

Mikill reykur tefur slökkvistarf

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rétt fyrir klukkan 18 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að eldur væri í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði.
Rétt fyrir klukkan 18 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að eldur væri í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði. Mynd/Lögreglan
Enn hefur ekki tekist að slökkva eld sem kom upp í bruggverksmiðju Seguls við Vetrarbraut á Siglufirði fyrr í kvöld. Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn eigandi Seguls, segir að enn sé ekki vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu.

„Það er ennþá verið að slökkva eld, þeir eru búnir að gera gat á húsið til að komast að eldinum. Það var svo mikill reykur að þeir komust aldrei almennilega að eldinum,“ segir Marteinn í samtali við Vísi.

„Það lítur ágætlega út fyrir bjórverksmiðjuna sjálfa, hún hefur sloppið svolítið vel vegna þess að eldurinn var i hinum hluta hússins. Það er búið að vera að kæla veggi, en það er mjög mikill reykur í húsinu.“

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 18 í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur biðlað til íbúa á Siglufirði að loka gluggum og fara ekki nærri vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila.

Uppfært 23:40:

Slökkvistarfi er ekki formlega lokið á Siglufirði. Ennþá er einhver eldur í einangrun og verður slökkviliðið áfram að störfum fram eftir nóttu Lögregla og slökkvilið verða með vakt áfram og mun síðan nánari rannsókn og skoðun fara fram í fyrramálið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×