Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 20:11 Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence (t.v.) og forstjóra Umhverfisstofnunarinnar Scott Pruitt (t.h.) áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent