Hluthafar ræddu samstarf Kjarnans og Fréttatímans Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 29. mars 2017 08:30 Sigurður Gísli Pálmason er í eigendahópi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, hluthafi í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf fjölmiðlanna tveggja. Fjárfestarnir vildu ekki tjá sig um gang viðræðnanna þegar blaðamaður náði tali af þeim eða hvort stefnt sé að sameiningu miðlanna.Vilhjálmur Þorsteinsson, hluthafi í Kjarnanum.„Ég get nú ekkert gefið neitt komment á það. Auðvitað eru menn alltaf að velta fyrir sér fjölmiðlabransanum og stöðu hans og horfum. Það þarf ekkert endilega að vera meira en það en ég ætla svo sem ekki að gefa neinn ádrátt um eitthvað meira en það,“ sagði Vilhjálmur. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla, á 29 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans. Vilhjálmur er annar stærsti hluthafi Kjarnans Miðla ehf. með 15,98 prósent í gegnum félag sitt Miðeind ehf. Eigendur Fréttatímans hafa síðan í janúar stefnt að stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags sem leitar til almennings um stuðning við frjálsa og óháða blaðamennsku. Hlutafé Kjarnans var aukið lítillega í apríl í fyrra þegar hjónin Guðmundur Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir bættust í eigendahópinn. Hluthafar Kjarnans eru ellefu talsins og er Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og stjórnarformaður Kjarnans, stærsti eigandi fjölmiðilsins með 16,55 prósent í gegnum félag sitt HG80 ehf. Auk Sigurðar Gísla á Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, 46 prósenta hlut og Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, 25 prósent.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason, hluthafi í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf fjölmiðlanna tveggja. Fjárfestarnir vildu ekki tjá sig um gang viðræðnanna þegar blaðamaður náði tali af þeim eða hvort stefnt sé að sameiningu miðlanna.Vilhjálmur Þorsteinsson, hluthafi í Kjarnanum.„Ég get nú ekkert gefið neitt komment á það. Auðvitað eru menn alltaf að velta fyrir sér fjölmiðlabransanum og stöðu hans og horfum. Það þarf ekkert endilega að vera meira en það en ég ætla svo sem ekki að gefa neinn ádrátt um eitthvað meira en það,“ sagði Vilhjálmur. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla, á 29 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans. Vilhjálmur er annar stærsti hluthafi Kjarnans Miðla ehf. með 15,98 prósent í gegnum félag sitt Miðeind ehf. Eigendur Fréttatímans hafa síðan í janúar stefnt að stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags sem leitar til almennings um stuðning við frjálsa og óháða blaðamennsku. Hlutafé Kjarnans var aukið lítillega í apríl í fyrra þegar hjónin Guðmundur Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir bættust í eigendahópinn. Hluthafar Kjarnans eru ellefu talsins og er Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og stjórnarformaður Kjarnans, stærsti eigandi fjölmiðilsins með 16,55 prósent í gegnum félag sitt HG80 ehf. Auk Sigurðar Gísla á Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, 46 prósenta hlut og Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, 25 prósent.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira