Heimir gerir átta breytingar á byrjunarliðinu frá 1-2 sigrinum á Kósóvó á föstudaginn.
Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru þeir einu sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Byrjunarliðið Íslands er þannig skipað:
Mark: Ögmundur Kristinsson
Vörn: Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon
Miðja: Rúrik Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Aron Einar Gunnarsson, Aron Sigurðarson
Sókn: Kjartan Henry Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson
