Telja að vöxtur ferðamanna muni dragast saman Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 10:00 Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn. Vísir/Vilhelm Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30
Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30