Viðskipti innlent

Hætt við sameiningu Virðingar og Kviku

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku banka.Í upphafi stóð til að hluthafar Kviku myndu eftir samruna eiga 70 prósent hlut í sameinuðu félagi.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku banka.Í upphafi stóð til að hluthafar Kviku myndu eftir samruna eiga 70 prósent hlut í sameinuðu félagi.
Stjórnir Virðingar hf. og Kviku banka hf. hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að slíta viðræðum um sameiningu félaganna. Ákvörðun um að enda samrunaferlið, sem hófst formlega 28. nóvember síðastliðinn, er tekin að vel ígrunduðu máli og er það sameiginlegt álit stjórna beggja félaganna að fullreynt sé. Starfsfólk Virðingar og Kviku hefur lagt hart að sér við undirbúning samrunans og hefur sú vinna gengið afar vel þrátt fyrir þessa niðurstöðu, segir í tilkynningu.

Hjá Kviku fjárfestingabanka starfa 86 sérfræðingar, en hjá Virðingu sem er alhliða verðbréfafyrirtæki starfa 34 sérfræðingar. Í upphafi stóð til að hluthafar Kviku myndu eftir samruna eiga 70 prósent hlut í sameinuðu félagi og hluthafar Virðingar 30 prósent.

Þann 15. mars síðastliðinn greindi Vísir frá því að talsverð óvissa væri um hvort stjórnir Kviku fjárfestingabanka og Virðingar myndu ná samkomulagi á næstunni um útfærslu og helstu skilmála á boðuðum samruna. 


Tengdar fréttir

Hagnaður Virðingar meira en fjórfaldaðist á árinu 2016

Hagnaður Virðingar á árinu 2016 nam liðlega 460 milljónum króna borið saman við 104 milljónir árið áður. Þá jukust hreinar tekjur verðbréfafyrirtækisins um 43 prósent á milli ára og voru samtals 1.275 milljónir króna í fyrra.

Kvika og Virðing vilja saman í sterkan banka

Talið er að sameining Kviku og Virðingar muni spara 500 milljónir á ári í rekstri. Verða með 220 milljarða í eignastýringu eftir samruna. Hluthafar sjá mikil sóknarfæri með sameiningu. Hluthafar Kviku með 70% í sameinuðu fyrirtæki.

Kvika hagnaðist um 1,9 milljarða

Hagnaður Kviku fjárfestingarbanka í fyrra nam 1.928 milljónum króna samanborið við 685 milljónir árið 2015.

Virðing og Kvika undirbúa samruna

Stjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um undirbúning samruna félaganna undir nafni Kviku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×