Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

HB Grandi áformar að hætta botnfisksvinnslu á Akranesi vegna erfiðra rekstrarskilyrða og undirbúningur er hafinn á uppsögnum 93 starfsmanna. Bæjarstjóri Akraness segir lokunina áfall fyrir bæjarfélagið. Ítarlega verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars rætt við fiskverkafólk í beinni útsendingu frá bænum.

Þá höldum við áfram umfjöllun um Kjötmjölsverksmiðjuna í Flóahreppi, en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlitsferð að verksmiðjunni í dag og ætlar að áminna hana vegna óþrifnaðar og mengunar sem frá henni stafar.

Loks lítum við í dansveislu í Borgarleikhúsinu í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra listdansara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×