Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 18:15 Vilhjálmur Vísir/Eyþór Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“ Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“
Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57