Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:45 Sævar Freyr er nýtekinn við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Akranes.is Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57