Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:57 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/gva Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur. Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur.
Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24