Flugfélagið WOW air mun í sumar hefja flug til bandarísku borgarinnar Chicago en ekki er langt síðan Icelandair hóf að fljúga til borgarinnar.
Greint er frá þessari nýju flugleið WOW á vefsíðunni Túrista og vísað í bókunarsíðu félagsins en ef áfangastaðnum Chicago er flett þar upp kemur í ljós að jómfrúarferð félagsins til borgarinnar verður þann 13. júlí næstkomandi.
Chicago er áttundi áfangastaðurinn í Bandaríkjunum í leiðakerfi WOW air en samkvæmt frétt Túrista mun flugfélagið fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar. Er Chicago fjórða bandaríska borgin sem bæði íslensku flugfélögin fljúga til en Icelandair flýgur til borgarinnar daglega.
WOW air flýgur til Chicago

Tengdar fréttir

WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð
WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins.

Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári
Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna.

Farþegafjöldi WOW air jókst um 170 prósent í febrúar
Flugfélagið WOW air flutti tæplega 167 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar.