Sebastian Vettel vann í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. mars 2017 06:28 Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes kom liðsféagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas í mark í þriðja sæti Keppnisáætlun Ferrari lagði grunnin að fyrsta sigri Vettel og Ferrari síðan 2015. Fremstu fimm ökummennirninr héldu sinni stöðu í ræsingunni. Kevin Magnussen á Haas og Marcus Ericsson á Sauber lentu í samstuði í kjölfar ræsingarinnar og lentu utan brautar en náðu báðir að halda áfram. Magnussen þurfti að sækja nýjan dekkjagang en það sprakk hjá Dananum. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo komst ekki á ráslínuna, á leið sinni þangað festist Red Bull bíllinn í sjötta gír og Ricciardo gat því ekki ræst af stað í keppnina á sama tíma og aðrir. Hann kom inn á brautina þegar tveimur hringjum var lokið. Afar svekkjandi fyrir heimamanninn. Romain Grosjean þurfti að hætta keppni á Haas bílnum á 15. hring þegar rjúka fór úr vélarsalnum. Magnussen hætti svo keppni á 50. hring vegna bilunar. Það kom því enginn Haas bíll í mark í fyrstu keppni tímabilsins. Jolyon Palmer var að glíma við vandræði í Renault bílnum. Hann hætti keppni á 18. hring.Hamilton kom inn á 18. hring og Vettel hélt áfram. Þegar Hamilton kom inn þá var Vettel innan við sekúndu á eftir Hamilton. Hamilton lenti í vandræðum fyrir aftan Max Verstappen sem komst ekki eins hratt en hleypti Hamilton ekki fram úr sér. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 23. hring og kom út á undan Verstappen og Hamilton. Keppnisáætlun Ferrari gekk vel upp. Bottas tók þjónustuhlé undir lok 23. hrings. Verstappen kom inn á sama tíma og þá losnaði um Hamilton til að elta Vettel uppi. Bilið sem Hamilton þurfti að vinna upp var um sex sekúndur. Ricciardo hætti keppni á 27. hring vegna bilunar í Red Bull bílnum. Þetta var dagur sem heimamaðurinn vill gleyma sem fyrst. Bottas hóf að sækja á Hamilton um miðbik keppninnar og sótti hratt. Á meðan tapaði Hamilton tíma gagnvart Vettel. Bottas var að naga nokkur sekúndubrot á hring af Hamilton og þegar 20 hringir voru eftir var Bottas 2,8 sekúndum á eftir Hamilton. Forskot Hamilton á Bottas var orðið tvær sekúndur þegar sjö hringir voru eftir. Verstappen hóf að sækja að Raikkonen á hringjunum í kringum 40. hring. Raikkonen áttu svör við öllum tilraunum Verstappen. Fernando Alonso hætti keppni þegar hann átti fimm hringi eftir. Hann lenti í léttu samstuði við Esteban Ocon. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes kom liðsféagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas í mark í þriðja sæti Keppnisáætlun Ferrari lagði grunnin að fyrsta sigri Vettel og Ferrari síðan 2015. Fremstu fimm ökummennirninr héldu sinni stöðu í ræsingunni. Kevin Magnussen á Haas og Marcus Ericsson á Sauber lentu í samstuði í kjölfar ræsingarinnar og lentu utan brautar en náðu báðir að halda áfram. Magnussen þurfti að sækja nýjan dekkjagang en það sprakk hjá Dananum. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo komst ekki á ráslínuna, á leið sinni þangað festist Red Bull bíllinn í sjötta gír og Ricciardo gat því ekki ræst af stað í keppnina á sama tíma og aðrir. Hann kom inn á brautina þegar tveimur hringjum var lokið. Afar svekkjandi fyrir heimamanninn. Romain Grosjean þurfti að hætta keppni á Haas bílnum á 15. hring þegar rjúka fór úr vélarsalnum. Magnussen hætti svo keppni á 50. hring vegna bilunar. Það kom því enginn Haas bíll í mark í fyrstu keppni tímabilsins. Jolyon Palmer var að glíma við vandræði í Renault bílnum. Hann hætti keppni á 18. hring.Hamilton kom inn á 18. hring og Vettel hélt áfram. Þegar Hamilton kom inn þá var Vettel innan við sekúndu á eftir Hamilton. Hamilton lenti í vandræðum fyrir aftan Max Verstappen sem komst ekki eins hratt en hleypti Hamilton ekki fram úr sér. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 23. hring og kom út á undan Verstappen og Hamilton. Keppnisáætlun Ferrari gekk vel upp. Bottas tók þjónustuhlé undir lok 23. hrings. Verstappen kom inn á sama tíma og þá losnaði um Hamilton til að elta Vettel uppi. Bilið sem Hamilton þurfti að vinna upp var um sex sekúndur. Ricciardo hætti keppni á 27. hring vegna bilunar í Red Bull bílnum. Þetta var dagur sem heimamaðurinn vill gleyma sem fyrst. Bottas hóf að sækja á Hamilton um miðbik keppninnar og sótti hratt. Á meðan tapaði Hamilton tíma gagnvart Vettel. Bottas var að naga nokkur sekúndubrot á hring af Hamilton og þegar 20 hringir voru eftir var Bottas 2,8 sekúndum á eftir Hamilton. Forskot Hamilton á Bottas var orðið tvær sekúndur þegar sjö hringir voru eftir. Verstappen hóf að sækja að Raikkonen á hringjunum í kringum 40. hring. Raikkonen áttu svör við öllum tilraunum Verstappen. Fernando Alonso hætti keppni þegar hann átti fimm hringi eftir. Hann lenti í léttu samstuði við Esteban Ocon.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15
Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00