Erlent

Talið að hundruð almennra borgara hafi látið lífið í loftárásum í Mosul

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rannsókn mun fara fram á  miklu mannfalli almennra borgara í Mosul í mars.
Rannsókn mun fara fram á miklu mannfalli almennra borgara í Mosul í mars. Vísir/AFP
Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að 200 almennir borgarar hafi látið lífið í flugárásum Bandaríkjamanna, í íröksku borginni Mosul, þar sem hörð átök geysa um þessar mundir á milli öryggisveita Íraka og hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.

Öryggissveitir Íraka eru studdar af Bandaríkjamönnum, sem varpað hafa gífurlegum fjölda sprengja á borgina, en átökin nú geysa í vesturhluta borgarinnar þar sem götur eru afar þröngar og stutt á milli húsa.

Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á svæðinu er talið að allt að 50 lík almennra borgara hafi verið dregin út úr hrundum byggingum á föstudag, sem sprengjum var varpað á fyrr í mars. Er það talið gefa til kynna hve hátt mannfallið sé.

Að sögn heimildamanna New York Times innan bandaríska hersins mun fara fram rannsókn á fregnum af miku mannfalli meðal almennra borgara í loftárásum milli 17-23. mars.

Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að 400 þúsund almennra borgara séu eftir í íröksku borginni en talið er að rúmlega 180 þúsund manns hafi tekist að flýja borgina.

Talið er að um 2000 vígamenn séu eftir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×