Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2017 23:30 Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum, sýnir stjórnvöldum hug sinn en myndin er frá mótmælum í Berufirði þar sem hringveginum hefur tvívegis verið lokað. Mynd/Ólafur Björnsson Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“ Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58
Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27