1200 milljónir til viðbótar í vegamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 15:12 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. vísir/vilhelm 1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“ Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“
Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira