Lögreglan birti mynd af Khalid Masood á Twitter þar sem fólk er hvatt til að hafa samband, búi það yfir einhverjum upplýsingum um manninn og hvað honum hafi gengið til.
Masood var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni.
Hann ók bíl á fjölda vegfarenda á Westminster-brunni áður en hann stakk lögregluþjón til bana fyrir utan þinghúsið. Árásarmaðurinn var svo sjálfur skotinn til bana.
Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Talið er að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham.
If you have any information about Khalid Masood please contact us via the Anti-Terrorist hotline which is 0800 789 321 #WestminsterAttack pic.twitter.com/B74sXeKG56
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) March 24, 2017