Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. mars 2017 17:00 Lewis Hamilton sýndi að hann og Mercedes liðið unnu heimavinnuna sína í vetur. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30
Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00