Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2017 21:00 Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira