Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2017 21:00 Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira