Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. mars 2017 08:30 Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Getty Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. Hamilton telur að Ferrari sé líklegasta liðið til að vinna keppnina í Melbourne, Ástralíu um helgina. Hamilton byggir ályktun sína á frábærum árangri Ferrari á æfingum fyrir tímabilið. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen, ökumenn Ferrari settu tvo hröðustu hringi æfinganna og bíllinn var afar áreiðanlegur. „Mér sýnist Ferrari vera fljótastir; þeir eru klárlega líklegastir en Sebastian [Vettel] er að reyna að hafa hemil á sér,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi í morgun. Hamilton bætti við að hann væri spenntur að sjá hvað Red Bull myndi koma með til Ástralíu. „Við sáum þá ekki koma með margar uppfærslur á æfingum, svo ég geri ráð fyrir að þeir komi með eitthvað.“ Hamilton er þó bjartsýnn á að Mercedes liðið geti haldið áfram á sigurbraut. „Eftir því sem ég best veit hefur ekkert lið varið heimsmeistaratitil sinn í gegnum reglubreytingar, við erum hingað komin til að gera það sem enginn hefur gert,“ sagði Hamilton að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir Zak Brown: Honda fjárfestir til að gera vélina samkeppnishæfa Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren liðsins í Formúlu 1 segir að Honda sé að gera allt sem hægt er til að vélin verði samkeppnishæf sem fyrst. 23. mars 2017 07:00 Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30 Sergio Perez: Allt getur gerst í Ástralíu Sergio Perez, ökumaður Force India liðsins í Formúlu 1 segir að allt geti gerst í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu næstu helgi. 22. mars 2017 07:00 Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar. 23. mars 2017 20:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. Hamilton telur að Ferrari sé líklegasta liðið til að vinna keppnina í Melbourne, Ástralíu um helgina. Hamilton byggir ályktun sína á frábærum árangri Ferrari á æfingum fyrir tímabilið. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen, ökumenn Ferrari settu tvo hröðustu hringi æfinganna og bíllinn var afar áreiðanlegur. „Mér sýnist Ferrari vera fljótastir; þeir eru klárlega líklegastir en Sebastian [Vettel] er að reyna að hafa hemil á sér,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi í morgun. Hamilton bætti við að hann væri spenntur að sjá hvað Red Bull myndi koma með til Ástralíu. „Við sáum þá ekki koma með margar uppfærslur á æfingum, svo ég geri ráð fyrir að þeir komi með eitthvað.“ Hamilton er þó bjartsýnn á að Mercedes liðið geti haldið áfram á sigurbraut. „Eftir því sem ég best veit hefur ekkert lið varið heimsmeistaratitil sinn í gegnum reglubreytingar, við erum hingað komin til að gera það sem enginn hefur gert,“ sagði Hamilton að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir Zak Brown: Honda fjárfestir til að gera vélina samkeppnishæfa Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren liðsins í Formúlu 1 segir að Honda sé að gera allt sem hægt er til að vélin verði samkeppnishæf sem fyrst. 23. mars 2017 07:00 Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30 Sergio Perez: Allt getur gerst í Ástralíu Sergio Perez, ökumaður Force India liðsins í Formúlu 1 segir að allt geti gerst í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu næstu helgi. 22. mars 2017 07:00 Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar. 23. mars 2017 20:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Zak Brown: Honda fjárfestir til að gera vélina samkeppnishæfa Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren liðsins í Formúlu 1 segir að Honda sé að gera allt sem hægt er til að vélin verði samkeppnishæf sem fyrst. 23. mars 2017 07:00
Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30
Sergio Perez: Allt getur gerst í Ástralíu Sergio Perez, ökumaður Force India liðsins í Formúlu 1 segir að allt geti gerst í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu næstu helgi. 22. mars 2017 07:00
Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar. 23. mars 2017 20:30