Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 19:30 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira