Innlent

Íslendingar í London hvattir til að láta vita af sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill viðbúnaður er í London.
Mikill viðbúnaður er í London. Vísir/Getty
Sendiráð Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga í London til þess að láta aðstandendur sína vita af sér eftir árásina við breska þinghúsið fyrr í dag.

Þá mælist sendiráðið til þess að að Íslendingar í London fari eftir fyrirmælum lögreglu en Mælst er til þess að almenningur haldi sig fjarri Parliament Square, Whitehall, Westminster Bridge, Lambeth Bridge, Victoria Street upp að gatnamótunum við Broadway og Victoria Embankment upp að Embankment neðanjarðarlestarstöðinni í London.

Íslendingar sem staddir eru í London geta merkt sig sem örugga með hjálp Facebook hér.

Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið Breta í London í dag, þar með talið árásarmaðurinnn sjálfur. Hann ók á gangandi vegfarendur á Westminster-brúnni áður en hann stakk lögreglumann til bana er reyndi að hefta för árásarmannsins.

Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk en árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×