Húsnæði Landspítala - þjóðarskömm Reynir Arngrímsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar