Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 15:00 Rúrik Gíslason er mættur aftur. vísir/getty Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30