Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2017 20:00 Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira