Hannes: Langt síðan mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 19:00 Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira