Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 14:33 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Ég get sagt að svarið er nei við þeim öllum. Mér finnst þetta ekki fagnaðarefni og ég er ekki stolt af þessu og það er ekki til þess að auka traust almennings á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum og stofnunum yfirleitt,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Theodóru út í það hvaða skoðun hún hefði á sölunni á Arion banka sem tilkynnt var um um helgina. Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, keyptu 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals 48,8 milljarða króna. Salan hefur verið gagnrýnd nokkuð, ekki síst þar sem ekki liggur fyrir hver eru raunverulegu eigendur sjóðanna. Arion banka er þó skylt að upplýsa hverjir standa að baki kaupunum í þessari viku. Þórunn lagði út af litlu trausti almennings á fjármálastofnanir sem má segja að hafa verið ríkjandi í samfélaginu frá því eftir hrun.Vogunarsjóðirnir eigi hauka í horni í frændunum Bjarna og Benedikt „Það er einmitt við þessar aðstæður sem kerfislega mikilvæg fjármálastofnun er seld í hendur á erlendum vogunarsjóðum. Það er væntanlega kalt mat forsætisráðherra að þetta séu sannarlega góðar fréttir og Benedikt, frændi hans og fjármálaráðherra, er sáttur. Segja má að vogunarsjóðirnir eigi þarna sannarlega hauka í horni,“ sagði Þórunn á þingi í dag. Hún rifjaði síðan upp að einn sjóðanna sem keyptu í Arion hafi verið staðinn að mútugreiðslum í Afríku og þurft að greiða háar sektir vegna þess. Þórunn beindi síðan þremur spurningum til Theodóru: „Telur þingmaðurinn að sala á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum í hendur erlendra vogunarsjóða sé til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu? Finnst háttvirtum þingmanni siðferðislega verjandi að fjárfestir sem staðinn hefur verið að sviksamlegum og glæpsamlegum vinnubrögðum skuli vera orðinn einn af eigendum Arion banka? Er háttvirtur þingmaður sammála þeirri skoðun forsætisráðherra að kaupin séu sannarlega góðar fréttir?“Traust ekki byggt upp með þessum hætti Theodóra svaraði öllum þessum spurningum neitandi eins og áður segir og ekki var annað að skilja á henni að hún væri nokkuð ósátt við nýja eigendur Arion banka. Hún sagði mikilvægt að fram færi umræða um eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Það þarf að fara fram umræða og það þarf að ríkja traust. Mér finnst mjög ósannfærandi í þessum fréttum sem hafa verið að berast núna, 9,99 prósent, hvert er markmiðið? Það vita það allir og sjá það allir. Þetta er rétt undir undir viðmiðum FME um virkan eignarhlut sem er tíu prósent og þetta er mjög ósannfærandi og þetta er ekki til þess að skapa traust. Mig langar til þess að verja þessum örfáu sekúndum sem ég á eftir að nefna það að þjóðin á betra skilið. Bankarnir fóru í þrot, drógu fólk eins og mig og fleiri með sér í svaðið með ólögmætum hætti og það tekur mörg ár að ná sér upp úr því,“ sagði Theodóra. Hún bætti við að hér þyrfti að skapa traust en að það yrði ekki gert með þeim hætti eins og búið var um söluna á Arion banka. Tengdar fréttir Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég get sagt að svarið er nei við þeim öllum. Mér finnst þetta ekki fagnaðarefni og ég er ekki stolt af þessu og það er ekki til þess að auka traust almennings á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum og stofnunum yfirleitt,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Theodóru út í það hvaða skoðun hún hefði á sölunni á Arion banka sem tilkynnt var um um helgina. Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, keyptu 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals 48,8 milljarða króna. Salan hefur verið gagnrýnd nokkuð, ekki síst þar sem ekki liggur fyrir hver eru raunverulegu eigendur sjóðanna. Arion banka er þó skylt að upplýsa hverjir standa að baki kaupunum í þessari viku. Þórunn lagði út af litlu trausti almennings á fjármálastofnanir sem má segja að hafa verið ríkjandi í samfélaginu frá því eftir hrun.Vogunarsjóðirnir eigi hauka í horni í frændunum Bjarna og Benedikt „Það er einmitt við þessar aðstæður sem kerfislega mikilvæg fjármálastofnun er seld í hendur á erlendum vogunarsjóðum. Það er væntanlega kalt mat forsætisráðherra að þetta séu sannarlega góðar fréttir og Benedikt, frændi hans og fjármálaráðherra, er sáttur. Segja má að vogunarsjóðirnir eigi þarna sannarlega hauka í horni,“ sagði Þórunn á þingi í dag. Hún rifjaði síðan upp að einn sjóðanna sem keyptu í Arion hafi verið staðinn að mútugreiðslum í Afríku og þurft að greiða háar sektir vegna þess. Þórunn beindi síðan þremur spurningum til Theodóru: „Telur þingmaðurinn að sala á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum í hendur erlendra vogunarsjóða sé til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu? Finnst háttvirtum þingmanni siðferðislega verjandi að fjárfestir sem staðinn hefur verið að sviksamlegum og glæpsamlegum vinnubrögðum skuli vera orðinn einn af eigendum Arion banka? Er háttvirtur þingmaður sammála þeirri skoðun forsætisráðherra að kaupin séu sannarlega góðar fréttir?“Traust ekki byggt upp með þessum hætti Theodóra svaraði öllum þessum spurningum neitandi eins og áður segir og ekki var annað að skilja á henni að hún væri nokkuð ósátt við nýja eigendur Arion banka. Hún sagði mikilvægt að fram færi umræða um eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Það þarf að fara fram umræða og það þarf að ríkja traust. Mér finnst mjög ósannfærandi í þessum fréttum sem hafa verið að berast núna, 9,99 prósent, hvert er markmiðið? Það vita það allir og sjá það allir. Þetta er rétt undir undir viðmiðum FME um virkan eignarhlut sem er tíu prósent og þetta er mjög ósannfærandi og þetta er ekki til þess að skapa traust. Mig langar til þess að verja þessum örfáu sekúndum sem ég á eftir að nefna það að þjóðin á betra skilið. Bankarnir fóru í þrot, drógu fólk eins og mig og fleiri með sér í svaðið með ólögmætum hætti og það tekur mörg ár að ná sér upp úr því,“ sagði Theodóra. Hún bætti við að hér þyrfti að skapa traust en að það yrði ekki gert með þeim hætti eins og búið var um söluna á Arion banka.
Tengdar fréttir Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Færa viðskiptin yfir í sparisjóðina eftir fréttir um Arion "Það er óvenju mikil hreyfing núna." 21. mars 2017 13:07
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00