Kaupþing búið að slíta viðræðunum: Samræður við lífeyrissjóði búnar í bili Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 13:34 Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. vísir/eyþór Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili. Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili.
Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30