Kaupþing búið að slíta viðræðunum: Samræður við lífeyrissjóði búnar í bili Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 13:34 Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. vísir/eyþór Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili. Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili.
Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30