Kaupþing búið að slíta viðræðunum: Samræður við lífeyrissjóði búnar í bili Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 13:34 Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. vísir/eyþór Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili. Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili.
Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30