Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 12:03 Tíðari flóð eru einn fylgifiskur loftslagsbreytinga. vísir/getty Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. Hnattræn hlýnun er að mestu tilkomin vegna útblásturs af manna völdum þó að veðrafyrirbrigðið El Niño hafi einnig haft áhrif á hærri hitatölur á liðnu ári. Hitatölurnar halda svo bara áfram að hækka, þrátt fyrir að El Niño hafi ekki verið jafn öflugur og í fyrra, þar sem hitamet voru slegin í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum og hitabylgjur við póla jarðar bræða ís og jökla þar. „Jafnvel þó að El Niño sé ekki svo öflugur í ár þá erum við að sjá ótrúlegar breytingar um allan heim sem setja okkur takmörk þegar kemur að skilningi okkar á loftslagi Jarðarinnar. Við erum í raun núna á ókönnuðu svæði,“ er haft eftir David Carlson, forstjóra Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, á vef Guardian.Grípa þurfi tafarlaust til aðgerða Jeffrey Kargel, jöklafræðingur við Háskólann í Arizona, segir að Jörðin sé nú pláneta þar sem ríki umrót vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Almennt er það svo að svona miklar breytingar hjálpa ekki siðmenningunni sem þrífst best í stöðugleika,“ segir Kargel. Annar vísindamaður, David Reay, segir skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar sláandi og að það þurfi tafarlaust að grípa til aðgerða þar sem aldrei hafi jafnmikið verið í húfi og nú. Í skýrslu stofnunarinnar er kallað eftir því að vísindamenn gagnrýni stefnu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum en hann hyggst skera niður fjármagn sem farið hefur í rannsóknir á loftslagsbreytingum.Segir Trump og Repúblikana stinga hausnum í sandinn „Á meðan rannsóknir sýna að mannkynið hefur alltaf meiri og meiri áhrif á loftslagsbreytingar þá stinga Trump og Repúblikanar á þingi hausinn í sandinn,“ segir Sir Robert Watson, einn virtasti vísindamaður heims í loftslagsmálum en hann er prófessor við East Anglia-háskólann í Bretlandi og fyrrverandi formaður hóps sérfræðinga í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börn okkar og barnabörn munu líta til baka á þá sem afneita loftslagsbreytingum og spyrja hvernig þeir gátu fórnað heilli plánetu fyrir ódýrt jarðefnaeldsneyti þegar kostnaðurinn við að gera ekki neitt er mun meiri en ávinningurinn af því að skipta yfir í lág-kolefnis hagkerfi,“ segir Watson. Framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar, Petteri Taalas, segir að þvert á það sem að Trump hyggst gera sé afar mikilvægt að halda áfram að setja fé í rannsóknir á loftslagsmálum.Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar verða alltaf augljósari „Með áframhaldandi fjármagni í rannsóknir á loftslagsmálum getum við bætt við þekkingu okkar svo við eigum möguleika á að halda í við þær hröðu breytingar sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar,“ segir Taalas. Í skýrslu Alþjóðafræðistofnunarinnar segir að aukin áhætta mælist nú af öfgafullum veðrafyrirbrigðum vegna loftslagsbreytinga þar sem hitabylgjur á Suðurskautinu eru nú tíu sinnum líklegri en þær voru áður og sömuleiðis eru hitabylgjur á borð við þær sem voru í Ástralíu í febrúar tvisvar sinnu líklegri en áður. „Þegar koltvísýringur mælist alltaf meiri og meiri í andrúmsloftinu þá eru áhrifin mannsins á loftslagsbreytingar alltaf augljósari og augljósari,“ segir Taalas. Tengdar fréttir Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00 Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30 Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. Hnattræn hlýnun er að mestu tilkomin vegna útblásturs af manna völdum þó að veðrafyrirbrigðið El Niño hafi einnig haft áhrif á hærri hitatölur á liðnu ári. Hitatölurnar halda svo bara áfram að hækka, þrátt fyrir að El Niño hafi ekki verið jafn öflugur og í fyrra, þar sem hitamet voru slegin í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum og hitabylgjur við póla jarðar bræða ís og jökla þar. „Jafnvel þó að El Niño sé ekki svo öflugur í ár þá erum við að sjá ótrúlegar breytingar um allan heim sem setja okkur takmörk þegar kemur að skilningi okkar á loftslagi Jarðarinnar. Við erum í raun núna á ókönnuðu svæði,“ er haft eftir David Carlson, forstjóra Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, á vef Guardian.Grípa þurfi tafarlaust til aðgerða Jeffrey Kargel, jöklafræðingur við Háskólann í Arizona, segir að Jörðin sé nú pláneta þar sem ríki umrót vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Almennt er það svo að svona miklar breytingar hjálpa ekki siðmenningunni sem þrífst best í stöðugleika,“ segir Kargel. Annar vísindamaður, David Reay, segir skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar sláandi og að það þurfi tafarlaust að grípa til aðgerða þar sem aldrei hafi jafnmikið verið í húfi og nú. Í skýrslu stofnunarinnar er kallað eftir því að vísindamenn gagnrýni stefnu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum en hann hyggst skera niður fjármagn sem farið hefur í rannsóknir á loftslagsbreytingum.Segir Trump og Repúblikana stinga hausnum í sandinn „Á meðan rannsóknir sýna að mannkynið hefur alltaf meiri og meiri áhrif á loftslagsbreytingar þá stinga Trump og Repúblikanar á þingi hausinn í sandinn,“ segir Sir Robert Watson, einn virtasti vísindamaður heims í loftslagsmálum en hann er prófessor við East Anglia-háskólann í Bretlandi og fyrrverandi formaður hóps sérfræðinga í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börn okkar og barnabörn munu líta til baka á þá sem afneita loftslagsbreytingum og spyrja hvernig þeir gátu fórnað heilli plánetu fyrir ódýrt jarðefnaeldsneyti þegar kostnaðurinn við að gera ekki neitt er mun meiri en ávinningurinn af því að skipta yfir í lág-kolefnis hagkerfi,“ segir Watson. Framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar, Petteri Taalas, segir að þvert á það sem að Trump hyggst gera sé afar mikilvægt að halda áfram að setja fé í rannsóknir á loftslagsmálum.Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar verða alltaf augljósari „Með áframhaldandi fjármagni í rannsóknir á loftslagsmálum getum við bætt við þekkingu okkar svo við eigum möguleika á að halda í við þær hröðu breytingar sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar,“ segir Taalas. Í skýrslu Alþjóðafræðistofnunarinnar segir að aukin áhætta mælist nú af öfgafullum veðrafyrirbrigðum vegna loftslagsbreytinga þar sem hitabylgjur á Suðurskautinu eru nú tíu sinnum líklegri en þær voru áður og sömuleiðis eru hitabylgjur á borð við þær sem voru í Ástralíu í febrúar tvisvar sinnu líklegri en áður. „Þegar koltvísýringur mælist alltaf meiri og meiri í andrúmsloftinu þá eru áhrifin mannsins á loftslagsbreytingar alltaf augljósari og augljósari,“ segir Taalas.
Tengdar fréttir Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00 Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30 Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00
Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30
Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00