Systkini voru marga mánuði að losna við handónýtan leigjanda úr íbúðinni sinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. mars 2017 06:30 Daníel Arnar stendur hér yfir ruslinu sem rataði sjaldnast lengra en út á svalir. vísir/stefán Vanræki leigjandi leigusamning getur það tekið marga mánuði fyrir leigusala að losa fasteign sína. Að mati formanns Húseigendafélagsins varð afturför þegar útburðarmál voru færð frá borgarfógeta til hinna nýstofnuðu héraðsdóma árið 1992.„Það var eitthvað hvítt efni þarna, sprautur, sprautunálar og einhverjir sterar,“ segir Daníel Arnar. MYND/AÐSEND„Við systir mín erfðum íbúð eftir föður okkar. Síðasta sumar ákváðum við að setja hana í útleigu,“ segir Daníel Arnar Tómasson. Þau völdu mann úr hópi mögulegra leigjenda. Ekki var farið fram á tryggingu þar sem leigjandinn bauðst til þess að skipta um flísar og parket í íbúðinni á sinn kostnað. Mánuðirnir liðu og aldrei bárust greiðslur vegna leigunnar. „Við gáfum honum þriggja mánaða séns áður en við hófum ferlið við að koma honum út,“ segir Daníel. Það ferli hófst í nóvember. Systkinin virtu alla lögmælta fresti sem nauðsynlegt er við riftun á leigusamningi, fóru með útburðarmálið fyrir héraðsdóm og fengu íbúðina aftur í gær. „Þegar við komum í gær þurftum við að fá lásasmið til að opna og skipta um lás. Það sem tók á móti okkur var hálfkláruð og léleg vinna við gólfið og veggina. Þarna var líka hvítt efni, annaðhvort kókaín eða amfetamín, sprautur, sterar og einhverjar töflur,“ segir Daníel. Á þeim tíma sem leigjandinn var í íbúðinni, sem spannar rúma sex mánuði, fengu Daníel og Ásta rúmar 100 þúsund krónur frá manninum. Vangreidd leiga nemur um milljón. Þá er ótalinn kostnaður við að fara með málið fyrir dóm og viðgerðarkostnaður á íbúðinni.Aðkoman var vægast sagt slæm. Í íbúðinni ægði öllu saman, morgunkorni, kjötöxi, pítsakössum og eiturlyfjum.mynd/aðsend„Það er oft með útburðarmál að leigjandi lætur ekki ná í sig. Þá þarf að boða hann aftur. Þetta ferli getur tekið nokkra mánuði og upp í hálft ár,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. „Hér áður fóru svona mál fyrir borgarfógeta en ekki héraðsdóm. Þá tóku þau tvær til þrjár vikur.“ Sigurður telur að það sé ekki við húsaleigulögin að sakast. Þau séu afgerandi og skýr. Vandamálið sé tengt réttarfarinu þegar málið fer fyrir dóm. „Sjaldnast eru þetta mál þar sem er tekið til varna. Þrátt fyrir það tekur þetta óralangan tíma fyrir dómi. Nái leigjandinn að smjúga undan stefnuvottum þá getur það tafið málið svo vikum skiptir,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Vanræki leigjandi leigusamning getur það tekið marga mánuði fyrir leigusala að losa fasteign sína. Að mati formanns Húseigendafélagsins varð afturför þegar útburðarmál voru færð frá borgarfógeta til hinna nýstofnuðu héraðsdóma árið 1992.„Það var eitthvað hvítt efni þarna, sprautur, sprautunálar og einhverjir sterar,“ segir Daníel Arnar. MYND/AÐSEND„Við systir mín erfðum íbúð eftir föður okkar. Síðasta sumar ákváðum við að setja hana í útleigu,“ segir Daníel Arnar Tómasson. Þau völdu mann úr hópi mögulegra leigjenda. Ekki var farið fram á tryggingu þar sem leigjandinn bauðst til þess að skipta um flísar og parket í íbúðinni á sinn kostnað. Mánuðirnir liðu og aldrei bárust greiðslur vegna leigunnar. „Við gáfum honum þriggja mánaða séns áður en við hófum ferlið við að koma honum út,“ segir Daníel. Það ferli hófst í nóvember. Systkinin virtu alla lögmælta fresti sem nauðsynlegt er við riftun á leigusamningi, fóru með útburðarmálið fyrir héraðsdóm og fengu íbúðina aftur í gær. „Þegar við komum í gær þurftum við að fá lásasmið til að opna og skipta um lás. Það sem tók á móti okkur var hálfkláruð og léleg vinna við gólfið og veggina. Þarna var líka hvítt efni, annaðhvort kókaín eða amfetamín, sprautur, sterar og einhverjar töflur,“ segir Daníel. Á þeim tíma sem leigjandinn var í íbúðinni, sem spannar rúma sex mánuði, fengu Daníel og Ásta rúmar 100 þúsund krónur frá manninum. Vangreidd leiga nemur um milljón. Þá er ótalinn kostnaður við að fara með málið fyrir dóm og viðgerðarkostnaður á íbúðinni.Aðkoman var vægast sagt slæm. Í íbúðinni ægði öllu saman, morgunkorni, kjötöxi, pítsakössum og eiturlyfjum.mynd/aðsend„Það er oft með útburðarmál að leigjandi lætur ekki ná í sig. Þá þarf að boða hann aftur. Þetta ferli getur tekið nokkra mánuði og upp í hálft ár,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. „Hér áður fóru svona mál fyrir borgarfógeta en ekki héraðsdóm. Þá tóku þau tvær til þrjár vikur.“ Sigurður telur að það sé ekki við húsaleigulögin að sakast. Þau séu afgerandi og skýr. Vandamálið sé tengt réttarfarinu þegar málið fer fyrir dóm. „Sjaldnast eru þetta mál þar sem er tekið til varna. Þrátt fyrir það tekur þetta óralangan tíma fyrir dómi. Nái leigjandinn að smjúga undan stefnuvottum þá getur það tafið málið svo vikum skiptir,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira