Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2017 19:49 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á stórum hlut í Arion banka. Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. „Þessir aðilar eru ekki að koma hingað vegna þess að þeir sjá tækifæri í að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi, sækja sér nýja kúnna, lækka vexti eða eitthvað slíkt. Þvert á móti held ég að þeir sjái sér hag í því að halda vöxtum háum og reyna með þessu móti að hámarka endurheimtur sínar úr íslensku samfélagi,“ sagði Sigmundur Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi kaupin á Arion banka ásamt Óla Birni Kárasyni, formanni viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sagði Óli Björn að miklu skipti að með kaupunum væri verið að tryggja beint eignarhald á Arion banka þó vissulega mætti setja spurningarmerki við að vogunarsjóðir ættu svo stóran hlut í bankanum. „Ég tek undir með forsætisráðherra að þetta séu fremur jákvæð tíðindi en hitt. Auðvitað geta menn velt því fyrir sér hvort að þessir aðilar séu heppilegustu eigendur til framtíðar að banka. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að minnsta kosti að fá beint eignarhald að hluta til í Arion banka og það er verið að undirbúa jarðveginn að skráningu bankans á almennum hlutabréfamarkaði og það held ég sé gríðarlega mikilvægt,“ sagði Óli Björn.FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni.VÍSIR/EYÞÓRLíklega ekki haft tíma til þess að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins Óli Björn var einnig spurður að því hverja hann teldi vera ástæður þess að tveir af vogunarsjóðunum, Taconic Capital og Attestor Capital, hafi keypt hvor um sig 9,99 prósent hluta í Arion banka, eru þeir því aðeins 0,01 einu prósenti frá því að fara með virkan eignarhlut. Við það þarf Fjármáleftirlitið að kanna hæfi aðilanna til þess að fara með slíkan eignarhlut. „Ég held að svarið sé augljóst. Það er auðvitað vegna þess að það hefur ekki unnist tími hjá þeim til þess að fara í gegnum þetta nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Óli Björn og tók undir með Benedikti Jóhannessyni, fjármálaráðherra, að mikilvægt væri að upplýst væri um endanlega eigendur þeirra sem fara með eignarhlutinn í Arion banka sem um ræðir. Sigmundur Davíð sagði að mikilvægt væri að að kanna tenginguna á milli þessara aðila til þess að hægt væri að átta sig á því hvort að líta ætti á eign þeirra aðila sem nú keyptu í Arion banka sem eina heild. „Við þurfum að vita hvort þessir aðilar séu tengdir og þá hvernig. Það er augljóst að þeir eru tengdir því að þeir eru að vinna að þessu saman. Þeir eru í sameiningu búnir að tryggja sér kauprétt á meirihluta í þessum banka. Er eignarhaldið á bak við tengt líka? Ef svo er þá á að líta á þá sem eina heild og þá þurfa þeir að fara í gegnum þetta ferli.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 „Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á stórum hlut í Arion banka. Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. „Þessir aðilar eru ekki að koma hingað vegna þess að þeir sjá tækifæri í að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi, sækja sér nýja kúnna, lækka vexti eða eitthvað slíkt. Þvert á móti held ég að þeir sjái sér hag í því að halda vöxtum háum og reyna með þessu móti að hámarka endurheimtur sínar úr íslensku samfélagi,“ sagði Sigmundur Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi kaupin á Arion banka ásamt Óla Birni Kárasyni, formanni viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sagði Óli Björn að miklu skipti að með kaupunum væri verið að tryggja beint eignarhald á Arion banka þó vissulega mætti setja spurningarmerki við að vogunarsjóðir ættu svo stóran hlut í bankanum. „Ég tek undir með forsætisráðherra að þetta séu fremur jákvæð tíðindi en hitt. Auðvitað geta menn velt því fyrir sér hvort að þessir aðilar séu heppilegustu eigendur til framtíðar að banka. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að minnsta kosti að fá beint eignarhald að hluta til í Arion banka og það er verið að undirbúa jarðveginn að skráningu bankans á almennum hlutabréfamarkaði og það held ég sé gríðarlega mikilvægt,“ sagði Óli Björn.FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni.VÍSIR/EYÞÓRLíklega ekki haft tíma til þess að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins Óli Björn var einnig spurður að því hverja hann teldi vera ástæður þess að tveir af vogunarsjóðunum, Taconic Capital og Attestor Capital, hafi keypt hvor um sig 9,99 prósent hluta í Arion banka, eru þeir því aðeins 0,01 einu prósenti frá því að fara með virkan eignarhlut. Við það þarf Fjármáleftirlitið að kanna hæfi aðilanna til þess að fara með slíkan eignarhlut. „Ég held að svarið sé augljóst. Það er auðvitað vegna þess að það hefur ekki unnist tími hjá þeim til þess að fara í gegnum þetta nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Óli Björn og tók undir með Benedikti Jóhannessyni, fjármálaráðherra, að mikilvægt væri að upplýst væri um endanlega eigendur þeirra sem fara með eignarhlutinn í Arion banka sem um ræðir. Sigmundur Davíð sagði að mikilvægt væri að að kanna tenginguna á milli þessara aðila til þess að hægt væri að átta sig á því hvort að líta ætti á eign þeirra aðila sem nú keyptu í Arion banka sem eina heild. „Við þurfum að vita hvort þessir aðilar séu tengdir og þá hvernig. Það er augljóst að þeir eru tengdir því að þeir eru að vinna að þessu saman. Þeir eru í sameiningu búnir að tryggja sér kauprétt á meirihluta í þessum banka. Er eignarhaldið á bak við tengt líka? Ef svo er þá á að líta á þá sem eina heild og þá þurfa þeir að fara í gegnum þetta ferli.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 „Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15
Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00
„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35