Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2017 19:49 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á stórum hlut í Arion banka. Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. „Þessir aðilar eru ekki að koma hingað vegna þess að þeir sjá tækifæri í að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi, sækja sér nýja kúnna, lækka vexti eða eitthvað slíkt. Þvert á móti held ég að þeir sjái sér hag í því að halda vöxtum háum og reyna með þessu móti að hámarka endurheimtur sínar úr íslensku samfélagi,“ sagði Sigmundur Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi kaupin á Arion banka ásamt Óla Birni Kárasyni, formanni viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sagði Óli Björn að miklu skipti að með kaupunum væri verið að tryggja beint eignarhald á Arion banka þó vissulega mætti setja spurningarmerki við að vogunarsjóðir ættu svo stóran hlut í bankanum. „Ég tek undir með forsætisráðherra að þetta séu fremur jákvæð tíðindi en hitt. Auðvitað geta menn velt því fyrir sér hvort að þessir aðilar séu heppilegustu eigendur til framtíðar að banka. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að minnsta kosti að fá beint eignarhald að hluta til í Arion banka og það er verið að undirbúa jarðveginn að skráningu bankans á almennum hlutabréfamarkaði og það held ég sé gríðarlega mikilvægt,“ sagði Óli Björn.FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni.VÍSIR/EYÞÓRLíklega ekki haft tíma til þess að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins Óli Björn var einnig spurður að því hverja hann teldi vera ástæður þess að tveir af vogunarsjóðunum, Taconic Capital og Attestor Capital, hafi keypt hvor um sig 9,99 prósent hluta í Arion banka, eru þeir því aðeins 0,01 einu prósenti frá því að fara með virkan eignarhlut. Við það þarf Fjármáleftirlitið að kanna hæfi aðilanna til þess að fara með slíkan eignarhlut. „Ég held að svarið sé augljóst. Það er auðvitað vegna þess að það hefur ekki unnist tími hjá þeim til þess að fara í gegnum þetta nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Óli Björn og tók undir með Benedikti Jóhannessyni, fjármálaráðherra, að mikilvægt væri að upplýst væri um endanlega eigendur þeirra sem fara með eignarhlutinn í Arion banka sem um ræðir. Sigmundur Davíð sagði að mikilvægt væri að að kanna tenginguna á milli þessara aðila til þess að hægt væri að átta sig á því hvort að líta ætti á eign þeirra aðila sem nú keyptu í Arion banka sem eina heild. „Við þurfum að vita hvort þessir aðilar séu tengdir og þá hvernig. Það er augljóst að þeir eru tengdir því að þeir eru að vinna að þessu saman. Þeir eru í sameiningu búnir að tryggja sér kauprétt á meirihluta í þessum banka. Er eignarhaldið á bak við tengt líka? Ef svo er þá á að líta á þá sem eina heild og þá þurfa þeir að fara í gegnum þetta ferli.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 „Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á stórum hlut í Arion banka. Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. „Þessir aðilar eru ekki að koma hingað vegna þess að þeir sjá tækifæri í að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi, sækja sér nýja kúnna, lækka vexti eða eitthvað slíkt. Þvert á móti held ég að þeir sjái sér hag í því að halda vöxtum háum og reyna með þessu móti að hámarka endurheimtur sínar úr íslensku samfélagi,“ sagði Sigmundur Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi kaupin á Arion banka ásamt Óla Birni Kárasyni, formanni viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sagði Óli Björn að miklu skipti að með kaupunum væri verið að tryggja beint eignarhald á Arion banka þó vissulega mætti setja spurningarmerki við að vogunarsjóðir ættu svo stóran hlut í bankanum. „Ég tek undir með forsætisráðherra að þetta séu fremur jákvæð tíðindi en hitt. Auðvitað geta menn velt því fyrir sér hvort að þessir aðilar séu heppilegustu eigendur til framtíðar að banka. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að minnsta kosti að fá beint eignarhald að hluta til í Arion banka og það er verið að undirbúa jarðveginn að skráningu bankans á almennum hlutabréfamarkaði og það held ég sé gríðarlega mikilvægt,“ sagði Óli Björn.FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni.VÍSIR/EYÞÓRLíklega ekki haft tíma til þess að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins Óli Björn var einnig spurður að því hverja hann teldi vera ástæður þess að tveir af vogunarsjóðunum, Taconic Capital og Attestor Capital, hafi keypt hvor um sig 9,99 prósent hluta í Arion banka, eru þeir því aðeins 0,01 einu prósenti frá því að fara með virkan eignarhlut. Við það þarf Fjármáleftirlitið að kanna hæfi aðilanna til þess að fara með slíkan eignarhlut. „Ég held að svarið sé augljóst. Það er auðvitað vegna þess að það hefur ekki unnist tími hjá þeim til þess að fara í gegnum þetta nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Óli Björn og tók undir með Benedikti Jóhannessyni, fjármálaráðherra, að mikilvægt væri að upplýst væri um endanlega eigendur þeirra sem fara með eignarhlutinn í Arion banka sem um ræðir. Sigmundur Davíð sagði að mikilvægt væri að að kanna tenginguna á milli þessara aðila til þess að hægt væri að átta sig á því hvort að líta ætti á eign þeirra aðila sem nú keyptu í Arion banka sem eina heild. „Við þurfum að vita hvort þessir aðilar séu tengdir og þá hvernig. Það er augljóst að þeir eru tengdir því að þeir eru að vinna að þessu saman. Þeir eru í sameiningu búnir að tryggja sér kauprétt á meirihluta í þessum banka. Er eignarhaldið á bak við tengt líka? Ef svo er þá á að líta á þá sem eina heild og þá þurfa þeir að fara í gegnum þetta ferli.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 „Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15
Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00
„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. 20. mars 2017 15:35