Skotsilfur Markaðarins: Skákaði Herdísi og Ragnheiður Elín vildi í stjórn ISAVIA Ritstjórn Markaðarins skrifar 31. mars 2017 15:00 Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira