„Hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 13:27 Subway í Vestamannaeyjum er við Bárustíg. Ja.is Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09