Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld Mynd/Skjáskot/Ástrós Rut „Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira