29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2017 13:15 Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira