Innlent

Líkamsárásir, sturlun vegna fíkniefnaneyslu og vopnaburður á Akureyri um helgina

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
118 verkefni komu á borð lögreglunnar á Akureyri um helgina.
118 verkefni komu á borð lögreglunnar á Akureyri um helgina. Vísir/Auðunn
118 verkefni komu á borð lögreglunnar á Akureyri um helgina. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme var haldin þar um helgina en mikið skemmtanahald fylgir hátíðinni.

Á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að hátíðin njóti vaxandi vinsælda og að sífellt fleiri sæki hátíðina ár hvert.

„Til að veita innsýn í það sem við vorum að fást við, þá eru skráð 6 tilvik þar sem ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, 3 ölvunarakstrar, 3 tilvik þar sem ökumenn voru án ökuréttinda, 2 umferðarslys, 2 umferðaróhöpp án slysa, 2 líkamsárásir, 4 fíkniefnamál, skemmdarverk, ólöglegur vopnaburður, sturlunarástand vegna fíkniefnaneyslu og nokkur umferðarlagabrot af ýmsu tagi. 8 gistu fangageymslur,“ segir í færslunni.

Þá hefur lögreglan lagt hald á talsvert magn af fíkniefnum, bæði kannabisefnum og harðari efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×