Hafa bæði upplifað lamandi kvíða Guðný Hrönn skrifar 9. apríl 2017 13:00 Kjartan og Sigrún leika í verkinu Fyrirlestur um eitthvað fallegts sem er sýnt í Tjarnarbíói. Vísir/GVA Fyrirlestur um eitthvað fallegt er nýtt leikrit um kvíða. Í verkinu túlka fimm leikarar kvíða og Sigrún Huld Skúladóttir og Kjartan Darri Kristjánsson eru meðal þeirra en þau hafa bæði upplifað óeðlilegan kvíða í gegnum tíðina. Leikararnir Sigrún og Kjartan hafa bæði þurft að leita sér hjálpar við kvíða. „Ég hef verið með óeðlilegan og stundum sjúklegan kvíða frá því ég var lítil stelpa. Ég veit ekki hversu ung ég var þegar þetta hófst, en ég man ekki eftir mér öðruvísi. Dómarinn, en það kalla ég niðurrifsröddina í hausnum á mér, hefur alltaf fylgt mér fast á hæla. Þegar ég var lítil þá hélt ég að hnúturinn í maganum væri eðlilegt ástand. Þvalir lófar og lamandi hræðsla við að vera ekki nógu góður. Ég hélt að öllum liði svona, alltaf, eins og mér. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég lærði að skilja hvað var raunverulega að gerast. Ég var 26 ára þegar ég leitaði mér fyrst hjálpar og þá tók við bataferlið sem hefur verið mitt ferðalag til þessa,“ segir Sigrún og Kjartan tekur í sama streng. „Á fyrsta árinu mínu í menntaskóla drukknaði ég næstum því í sjálfhverfum hugsunum. Ég nota hugtakið að drukkna því tilfinningin var dálítið þannig, þegar hún náði hámarki einn daginn þá leið mér eins og ég gæti ekki andað. Eftir að ég byrjaði að vinna í mínum málum gerði ég mér grein fyrir því að maður hefur aldrei fullkomna stjórn á hugsunum sínum, en maður getur gert ýmislegt til að hafa áhrif á þær,“ segir hann. Sigrún og Kjartan hafa fræðst mikið um kvíða við undirbúning verksins.„Stærsti lærdómurinn var að hitta allt fólkið sem vinnur mikið með kvíða, og hvað það fer ólíkar leiðir til að reyna að vinna bug á honum.“ „Já, við upplifum hann misjafnt þar sem við erum öll svo dásamlega misjöfn. Hver og einn verður að finna sér og jafnvel skapa sér sína eigin leið. Það var ómetanlegt að fá að kynnast starfsemi Hugarafls, þar sem við töluðum við sérfræðinga og fólk sem er að vinna í sinni kvíðaröskun. Hugarafl er afar mikilvæg miðstöð sem fólk getur leitað til,“ bætir Sigrún við.Fleira fólk þorir að koma út úr „kvíðaskápnum“Kjartan og Sigrún eru sammála um að fólk sé almennt orðið óhræddara við að tala opinskátt um kvíða. „Ég finn að meðvitund og skilningur er að aukast og fleiri eru að koma út úr „kvíðaskápnum“ sínum og leita sér hjálpar. Það er frábær þróun,“ segir Sigrún. „Já, ég man t.d. ekki eftir því að það hafi verið mikið talað um kvíða þegar ég var í grunn- eða menntaskóla en mér skilst að það sé verið að bæta úr þessu í dag. Það er alveg bráðnauðsynlegt að fræða fólk og þá sérstaklega börn um þetta málefni,“ útskýrir Kjartan. „Já, ekki spurning, annars værum örugglega ekki að þessu,“ segir Kjartan aðspurður hvort hann telji að Fyrirlestur um eitthvað fallegt muni hjálpa einhverjum sem glíma við kvíða. „Ef verkið kveikir á einhvers konar samtali milli fólks eða jafnvel innra með fólki þá finnst mér takmarkinu náð.“ Að lokum vill Kjartan minna þá sem þjást af óeðlilegum kvíða á að það er von um bata. „Það er erfitt að ímynda sér það þegar maður er heltekinn af kvíða. Það fer allt vel, og með þrautseigju og þolinmæði geta hlutirnir orðið betri en þeir voru nokkru sinni fyrr.“ Sigrún tekur undir þau orð. „Á sunnudaginn er ég t.d. að stíga á leiksvið í fyrsta skiptið frá því ég útskrifaðist sem leikari. Ég á 10 ára útskriftarafmæli í vor. Ég hef þurft að yfirvinna ansi margt, komast yfir eigin hindranir, til að vera á þeim góða stað sem ég er á í dag. Ég þekki það að vera í djúpri holu og sjá ekki ljósglætu. En það er alltaf von og ljósglætan er þarna einhvers staðar, stundum þarf maður bara aðstoð við að finna hana.“ Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Fyrirlestur um eitthvað fallegt er nýtt leikrit um kvíða. Í verkinu túlka fimm leikarar kvíða og Sigrún Huld Skúladóttir og Kjartan Darri Kristjánsson eru meðal þeirra en þau hafa bæði upplifað óeðlilegan kvíða í gegnum tíðina. Leikararnir Sigrún og Kjartan hafa bæði þurft að leita sér hjálpar við kvíða. „Ég hef verið með óeðlilegan og stundum sjúklegan kvíða frá því ég var lítil stelpa. Ég veit ekki hversu ung ég var þegar þetta hófst, en ég man ekki eftir mér öðruvísi. Dómarinn, en það kalla ég niðurrifsröddina í hausnum á mér, hefur alltaf fylgt mér fast á hæla. Þegar ég var lítil þá hélt ég að hnúturinn í maganum væri eðlilegt ástand. Þvalir lófar og lamandi hræðsla við að vera ekki nógu góður. Ég hélt að öllum liði svona, alltaf, eins og mér. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég lærði að skilja hvað var raunverulega að gerast. Ég var 26 ára þegar ég leitaði mér fyrst hjálpar og þá tók við bataferlið sem hefur verið mitt ferðalag til þessa,“ segir Sigrún og Kjartan tekur í sama streng. „Á fyrsta árinu mínu í menntaskóla drukknaði ég næstum því í sjálfhverfum hugsunum. Ég nota hugtakið að drukkna því tilfinningin var dálítið þannig, þegar hún náði hámarki einn daginn þá leið mér eins og ég gæti ekki andað. Eftir að ég byrjaði að vinna í mínum málum gerði ég mér grein fyrir því að maður hefur aldrei fullkomna stjórn á hugsunum sínum, en maður getur gert ýmislegt til að hafa áhrif á þær,“ segir hann. Sigrún og Kjartan hafa fræðst mikið um kvíða við undirbúning verksins.„Stærsti lærdómurinn var að hitta allt fólkið sem vinnur mikið með kvíða, og hvað það fer ólíkar leiðir til að reyna að vinna bug á honum.“ „Já, við upplifum hann misjafnt þar sem við erum öll svo dásamlega misjöfn. Hver og einn verður að finna sér og jafnvel skapa sér sína eigin leið. Það var ómetanlegt að fá að kynnast starfsemi Hugarafls, þar sem við töluðum við sérfræðinga og fólk sem er að vinna í sinni kvíðaröskun. Hugarafl er afar mikilvæg miðstöð sem fólk getur leitað til,“ bætir Sigrún við.Fleira fólk þorir að koma út úr „kvíðaskápnum“Kjartan og Sigrún eru sammála um að fólk sé almennt orðið óhræddara við að tala opinskátt um kvíða. „Ég finn að meðvitund og skilningur er að aukast og fleiri eru að koma út úr „kvíðaskápnum“ sínum og leita sér hjálpar. Það er frábær þróun,“ segir Sigrún. „Já, ég man t.d. ekki eftir því að það hafi verið mikið talað um kvíða þegar ég var í grunn- eða menntaskóla en mér skilst að það sé verið að bæta úr þessu í dag. Það er alveg bráðnauðsynlegt að fræða fólk og þá sérstaklega börn um þetta málefni,“ útskýrir Kjartan. „Já, ekki spurning, annars værum örugglega ekki að þessu,“ segir Kjartan aðspurður hvort hann telji að Fyrirlestur um eitthvað fallegt muni hjálpa einhverjum sem glíma við kvíða. „Ef verkið kveikir á einhvers konar samtali milli fólks eða jafnvel innra með fólki þá finnst mér takmarkinu náð.“ Að lokum vill Kjartan minna þá sem þjást af óeðlilegum kvíða á að það er von um bata. „Það er erfitt að ímynda sér það þegar maður er heltekinn af kvíða. Það fer allt vel, og með þrautseigju og þolinmæði geta hlutirnir orðið betri en þeir voru nokkru sinni fyrr.“ Sigrún tekur undir þau orð. „Á sunnudaginn er ég t.d. að stíga á leiksvið í fyrsta skiptið frá því ég útskrifaðist sem leikari. Ég á 10 ára útskriftarafmæli í vor. Ég hef þurft að yfirvinna ansi margt, komast yfir eigin hindranir, til að vera á þeim góða stað sem ég er á í dag. Ég þekki það að vera í djúpri holu og sjá ekki ljósglætu. En það er alltaf von og ljósglætan er þarna einhvers staðar, stundum þarf maður bara aðstoð við að finna hana.“
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira