Íslendingur í helgarferð í Stokkhólmi lýsir öskrum og gráti á vettvangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 14:15 Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubíln var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag Mynd/Jakob Johannsson Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent